Bygging Tónlistar- og ráðstefnumiðstöðvarinnar við Austurhöfnina er feikilega metnaðarfullt verkefni og er stærsta byggingarframkvæmd í gangi á Íslandi í dag. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er á fimmta tug milljarða króna og þarna verða byggðar 200.000 fermetra byggingar.

Verkefnið er mun viðameira en Tónlistarhúsið eitt og sér en það mun aðeins verða um 30.000 fermetrar. Fjöldi annarra bygginga og ýmis önnur starfsemi verða á svæðinu. Aðeins eitt ár er í það að Tónlistarhúsið verði tilbúið og ástæða er til að skoða glæsileika byggingarinnar, sem og svæðisins, og rifja upp aldarlangan aðdragandann að framkvæmdinni.

Lesið ýtarlega úttekt á byggingu tónlistarhússins í helgarblaði Viðskiptablaðsins.