Tónlistarmenn sem gefa út hljómdiska og selja á vefsvæði Bónusvídeó fá 80% af söluverðinu í sinn hlut.

Þessi nýjung er kynnt nú þegar nýtt vefsvæði Bónusvídeós hefur verið tekið til notkunar. Á nýja vefsvæðinu geta viðskiptavinir keypt mynd- og hljóðdiska auk tölvuleikja. Diskar sem keyptir eru á vefsvæðinu eru sendir til kaupanda honum að kostnaðarlausu.

„Með því að selja tónlist á netinu er hægt að halda kostnaði í algjöru lágmarki og tryggja þannig að tónlistarmenn fái mun meira í sinn hlut en áður hefur þekkst. Okkar hlutur, 20%, er til að standa undir kostnaði vegna dreifingar- og hýsingar, póstsendinga og uppgjörs til listamanna,“ segir Bjarki Pétursson, framkvæmdastjóri Bónusvídeó í tilkynningu frá félaginu.