Margir tónlistarmenn eru ósáttir við ný lög framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem ná yfir höfundarétt listamanna. Þeir segja að þessi nýju lög sem eiga veita listamönnum frekari rétthafagreiðslur sé ekki nógu ströng. Þetta kemur fram á vef BBC.

Listamenn eins og Nick Mason úr Pink Floyd og meðlimir Radiohead hafa lýst óánægju sinni og segja að þessar rétthafagreiðslur skili sér oft ekki til listamanna. 5-10% af af slíkum rétthafagreiðslum er haldið í löndum í Evrópu í allt að þremur áður en þær skila sér til listamanna.

Samkvæmt tölum EU frá árinu 2010 áttu listamenn eftir að fá 3,6 milljarða evra greiddar. Listamennirnir vilja þó meina að upphæðin sé mun hærri og að hvati landanna til að greiða listamönnum sé enginn. Rétthafagreiðslurnar fá listamenn þegar tónlist þeirra er spiluð í útvarpi, sjónvarpi eða á opinberum stöðum.

Nýju lögin sem á eftir að samþykkja þýða að löndin hafa eingöngu 12 mánuði eftir síðasta rekstrarár sem lögin voru spiluð til að greiða listamönnum.