Blair segir í endurminningum sínum A Journey sem komu út í dag, að Gordon Brown hafi enga tilfinningagreind né pólitískar tilfinningar.  Brown hefur að mati Blair bæði hæfileika til að greina pólitíska stöðu og reikna út hvað gerist.

Í bókinni segir Blair að ástæðan fyrir því að hann skipti Brown ekki út sem ráðherra hafi ekki verið skortur á hugrekki, heldur vegna þess að hann trúði því, þrátt fyrir allt, að Brown væri besti mögulegi fjármálaráðherrann fyrir landið.