Tony Blair segir í nýrri ævisögu sinni sem kemur út í dag að Gordon Brown hafi persónulega margsinnis reynt að hafa áhrif á sig með hótunum þegar Blair bjó í Downingstræti 10. Þetta kemur fram á vef Telegraph. Í eitt skiptið hafi Brown hótað að upplýsa um að það væri formleg rannsókn innan Verkamannaflokksins á tengslum milli veitingu aðalstitla og styrkveitinga til flokksins ef Blair myndi ekki hætta við áform um breytingar á lífeyriskerfinu sem samið var af Lord Adair Turner. Blair neitaði að láta undan kröfu Brown og aðeins tveimur klukkustundum síðar kom gjaldkeri Verkamannaflokksins fram í sjónvarpsviðtali sem leiddi til rannsóknar á styrkveitingunum. Blair segir í bók sinni að þetta hafi skaðað sig gríðarlega auk þess að draga verulega úr fylgi Verkamannaflokksins. Blair segir einnig að Brown hafi fylgt mikið persónulegt álag. Blair hafi hvað eftir annað velt fyrir sér að láta Brown taka pokann sinn en hafi á endanum talið betra að hafa hann innan ríkisstjórnarinnar en utan. Blair segir að hann hafi gert sér grein fyrir að Brown yrði hræðilegur forsætisráðherra (e. disaster) og að flokkurinn gæti ekki sigrað kosningarnar nú í vor.