Félagi í eigu Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra og leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hefur opnað útibú í London. Félag hans,Tony Blair Associates consultancy, sérhæfir sig í að þjónusta mjög efnað fólk og alþjóðlega sjóði. Fyrirtækið, sem er staðsett í Mayfair, hefur fengið stafsleyfi frá breska fjármálaeftirlitinu, FSA. Reyndar eru félögin mörg, en þau eru annað hvort kölluð Windrush eða Firerush. Meðal lykilstarfsmanna Blair eru Catherine Rimmer, sem starfaði við rannsóknir í Downingstræti í forsætisráðherratíð Blair og Jo Gibbons, fyrrum ráðgjafi Blair. Í byrjun árs 2008 hóf Blair að starfa fyrir fjárfestingabankann JP Morgan sem ráðgjafi.