Flestir muna eftir flugatvikinu þar sem farþegi í ölæði sturlaðist um borð í Icelandairvél.

Þó að atvikið gæti svo sem talist minniháttar í samhengi annarra heimsfrétta vakti það heimsathygli og fór eins og eldur í sinu um alnetið. En hversvegna? Varla er hann fyrsti maður sögunnar sem tjúllast í flugvél? Jú, hann náðist mynd. Myndin fór á netið. Einhver stór fréttamiðill sá myndina. Og því fór sem fór.

Maður gæti því ætlað að almenningur hefði bara áhuga á flugdólgum og öðrum furðufréttum. En ef listi Google yfir top tíu fréttir sem oftast var leitað að árið 2012 er skoðaður, kemur annað í ljós, eða hvað?

  1. Fellibylurinn Sandy
  2. Kate Middleton ber að ofan í sólbaði
  3. Ólympíuleikarnir 20112
  4. SOPA
  5. Costa Concordia slysið.
  6. Kappræður forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum
  7. Stökkið úr gufuhvolfinu
  8. Penn State-skandallinn.
  9. Dráp Trayvons Martin.
  10. Pussy Riot.