Eftir að kreppan skall á í lok 2008 hafa milljónir starfa tapast. Atvinnuhorfur fyrir ungt fólk sem nýkomið er á vinnumarkaðinn eru ekki góðar. Atvinnuleysi hjá ungu fólki á evrusvæðinu er yfir 22%. Á Grikklandi og Spáni er atvinnuleysið hjá ungu fólki yfir 50%. Tölurnar eru byggðar á atvinnuleysistölum frá International Labour Organization (ILO)

Athygli vekur á að af löndunum fimm með mesta atvinnuleysið í heiminum eru fjögur þeirra á evrusvæðinu.

  1. Suður-Afríka

    Suður-Afríka, stærsta hagkerfi Afríku, er með mesta atvinnuleysið meðal 50 stærstu hagkerfum heims. Þetta vandamál er hins vegar ekki nýtt á nálinni, atvinnuleysi í landinu hefur verið yfir 20% frá árinu 1997.
  2. Spánn

    Spánn, fjórða stærsta hagkerfið á evrusvæðinu, er með mesta atvinnuleysið á evrusvæðinu eða um 22%.

    Eftir að húsnæðisbólan sprakk hrundi byggingargeirinn ásamt þjónustugeiranum. Það leiddi til hópuppgsagna og tvöfaldaðist fjöldi atvinnulausra í landinu.
  3. Grikkland

    Metatvinnuleysi ríkir í Grikklandi en einn af hverjum fimm í landinu er atvinnulaus. Ásamt nærri 18% atvinnuleysi dróst landsframleiðslan um tæplega 7%.

    Skortur á störfum hefur haft áhrif á heilsu grikkja og hefur sjálfsvígshlutfallið hækkað um nærri 40%.
  4. Írland

    Á Írlandi er rúmlega 14% atvinnuleysi. Ástandið hefur leitt til þess að fólk hefur í auknu mæli snúið sér aftur að námi eða flutt af landi brott.
  5. Portúgal

    Rúmlega 13% atvinnuleysi er á Portúgal og er atvinnuleysi meðal ungs fólks í kringum 36%.
    Atvinnuleysið var hvað mest á fyrsta ársfjórðungi þessa árs eða um 15%, það hefur því lækkað um rúmlega 2%.