Eldgos voru mikið í fréttum á árinu. Eldgos í Eyjafjallajökli haft áhrif á líf fólks um allan heim vegna röskunar á flugi.

Icesave-deilan náði hámarki þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði lögum um Icesave-samkomulag við Breta og Hollendinga staðfestingar. Alþingi tók síðan skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til umfjöllunar og komst að því að ákæra ætti Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.

2. Aðfaranótt 21. mars hófst eldgos á Fimmvörðuhálsi. Gosið vakti mikla athygli enda gat fólk gert sér ferð að því og séð það í miklu návígi. Það reyndist þó einungis vera lognið á undan storminum því 14. apríl hófst gífurlega kraftmikið sprengigos í toppgíg Eyjafjallajökuls. Mikið öskumagn varð þess valdandi að meiri tafir urðu á alþjóðaflugi en nokkru sinni hafa orðið áður. Ísland og Eyjafjallajökull voru í kjölfarið fyrsta frétt hjá flestum stærstu fjölmiðlum heims.

3. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði lögum um Icesave-samkomulag við Hollendinga og Breta um staðfestingu þann 5. janúar. Málið fór í þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars og var kolfellt þar sem 98% þeirra sem greiddu atkvæði höfnuðu samningnum. Nýr og mun hagstæðari Icesave-samningur var síðan kynntur 10. desember.

4. Nefnd undir forsæti Atla Gíslasonar komst að þeirri niðurstöðu þann 11. september að ákæra ætti fjóra fyrrum ráðherra: Geir H. Haarde, Árna Mathiesen, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Björgvin G. Sigurðsson, fyrir Landsómi vegna þess að þeir hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi. Þann 28. september voru greidd atkvæði um málið á Alþingi. Sú atkvæðagreiðsla skilaði þeirri niðurstöðu að Geir H. Haarde var einn ákærður fyrir vanrækslu.