Sigur Besta-flokksins, dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán í krónum og stefna slitastjórnar Glitnis gegn stjórnendum og stærstu hluthöfum Glitnis voru fyrirferðamikil fréttamál á árinu.

5. Sigur Besta flokksins Jóns Gnarr, einn ástsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar, stofnaði Besta flokkinn og bauð fram í sveitastjórnarkosningum í Reykjavík. Helstu stefnumál hans í aðdraganda kosninga voru ísbjörn í Húsdýragarðinn, allskonar fyrir aumingja og tollahlið á Seltjarnarnes. Í kosningunum þann 29. maí hlaut Besti flokkurinn 34,7% og sex menn kjörna í borgarstjórn Reykjavíkur. Hann var því orðinn stærsti stjórnmálaflokkurinn í höfuðborginni og  Jón Gnarr varð borgarstjóri Reykjavíkur.

6. Gengisdómur Hæstaréttar –Í júní kvað Hæstiréttur Íslands upp dóm um að gengistryggð lán væru ólögmæt. Í september dæmdi hann síðan að vextir slíkra lána ætti að vera jafnháir lægstu óverðtryggðu vöxtum Seðlabankans, en hagsmunasamtök þeirra sem skulduðu gengistryggð lán höfðu sótt það fast að samningsvextir yrðu látnir standa. Eignarleigufyrirtæki þegar hafa afskrifað 44,5 milljarða króna vegna dómsins.

7. Stefna slitastjórnar Glitnis gegn klíku Jóns Ásgeirs-Slitastjórn Glitnis tilkynnti þann 12. maí að hún hefði stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, sex öðrum einstaklingum og endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers (PWC) fyrir dómstólum í New York. Slitastjórnin vill meina að klíka Jóns Ásgeirs hafi rænt Glitni innan frá og krefst bóta að jafnvirði um 250 milljarða króna.