Asíuríkið Tævan er framarlega á ýmsum sviðum í tölvu- og tækniiðnaði. Fjölmörg vörumerki koma þaðan sem þó eignarhaldið sé oftar en ekki dreift víða um heim. Fleiri geirar hafa einnig verið að vaxa í landinu, svo sem matvælaiðnaður til útflutnings.

Fagtímaritið The Economist birti í nýjasta hefti sínu lista yfir stærstu vörumerkin sem koma frá Tævan. Í landinu búa um 25 milljónir manna en íbúafjölgun er um 1,5% á ári.

Verðmætasta vörumerkið sem framleiðir vörur sínar í Tævan, og má þekkja á ensku orðunum; made in Taiwan, eða búið til í Tævan, er tölvuframleiðandinn Acer. Listi yfir verðmætustu vörumerkin, eins og hann birtist í The Economist, er hér að neðan.

  1. Acer, virði (Brand value): 1,4 milljarðar dollara (165 milljarðar króna). - Framleiðir tölvur og tölvubúnað. Fartölvur eru fyrirferðamestar.
  2. HTC, virði: 1,3 m.a. dollara. - Framleiðir snjallsíma (smarphones) og hugbúnað fyrir síma.
  3. ASUS, virði: 1,28 m.a. dollara. - Stærsti framleiðandi móðurtölva í heiminum. Hefur vaxið hratt. Framleiðir einni fartölvur.
  4. TrendMicro, virði: 1,2 m.a. dollara. - Framleiða ýmis konar tæknibúnað og öryggiskerfi.
  5. MasterKong, virði: 1,1 m.a. dollara. - Stærsti söluaðili fyrir núðlurétti í stórmörkuðum í Kína. Er að vaxa mjög hratt.
  6. Want-Want, virði: 482 m.a. dollara. - Framleiðir ýmsar matvörur fyrir Asíumarkað, s.s. vinsæla barnamjólk í Kína.
  7. Maxxis, virði: 391 m.a. dollara. - Stór framleiðandi heilsuvara og tækja fyrir heilsuræktarstöðvar í Kína.
  8. Giant, virði: 291 m.a. dollara. - Einn stærsti framleiðandi hjóla á heimsvísu.
  9. Synnex, virði: 276 m.a. dollara. - Framleiðir ýmsa tækni- og hugbúnað. Hefur stækkað hratt samhliða vexti í Kína.
  10. Transcend, virði 240 m.a. dollara. - Framleiðir m.a. MP3 spilara sem seldir hafa verið um allan heim.