*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 3. júní 2016 14:34

Toppar hjá FIFA greiddu sér bónusa

Rannsókn á fjármálum fótboltasambandsins sýnir að þrír helstu ráðamenn þess fengu háar bónusgreiðslur.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Lítill hópur yfirmanna í æðstu stöðum hjá FIFA greiddu hverjum öðrum bónusa og aðrar greiðslur uppá tugi milljóna bandaríkjadala samkvæmt rannsókn sem nú stendur yfir. Þar á meðal voru fyrrum forseti fótboltasambandsins Sepp Blatter og sá sem næstur honum kom að völdum Jérôme Valcke.

Þrír toppar greiddu sér háar fjárhæðir

Samningarnir sem nú eru að koma í ljós en voru ekki á vitorði flestra æðstu yfirmanna sambandsins virðast einnig hafa falið í sér greiðslur til aðstoðarritarans Markus Kattner en hann var rekinn af FIFA í síðasta mánuði fyrir að hafa greitt sér milljónir í leynilega bónusa.

Virðist vera að þrír helstu ráðamenn félagsins hafi verið að greiða hvorum öðrum þessa miklu bónusa, en Kattner bar ábyrgð á að skrifa undir stærstu greiðslur FIFA, þar með talið uppá tugi milljóna til Blatter. Þetta kemur fram í rannsókn bandaríska lögfræðifyrirtækisins Quinn Emanual Urquhart & Sullivian sem staðið hefur yfir síðasta árið.

Stikkorð: FIFA bónusar