Skipti hf. greiddi æðstu stjórnendum og stjórnarmönnum samtals 434 milljónir króna í laun á síðasta ári. Sé miðað við samþykkt aðalfundar í fyrra fá stjórnarmenn 14,4 milljónir í laun fyrir stjórnarsetuna.

Rúmlega 419 milljónir skiptast þá á milli forstjóra, Brynjólfs Bjarnasonar, og framkvæmdastjóra. Sex framkvæmdastjórar eru hjá Skiptum en inn í þessari tölu eru einnig greiðslur til framkvæmdastjórar dótturfélaga eins og Símans, Mílu og Skjásins svo einhver félög séu nefnd. Einnig rekur Skipti félög erlendis.

Meðallaun 1,6 milljónir króna

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins fara því 419 milljónir króna í launagreiðslur til yfir 20 einstaklinga. Sé miðað við 22 einstaklinga eru árslaun þeirra að meðaltali 19 milljónir króna á ári. Það er tæplega 1,6 milljónir króna á mánuði, sem eru þá meðallaun forstjóra og framkvæmdastjóra innan Skipta og dótturfélaga.

Launagreiðslur til æðstu manna hafa lækkað milli ára og er það í takt við aðrar launalækkanir innan fyrirtækisins í kjölfar efnahagsþrenginga. Voru þær um 470 miljónir árið 2008. Heildarlaunakostnaður hefur þó hækkað aðeins milli áranna 2008 og 2009.

Á sama tíma hefur heilsársstörfum fækkað um tæp 200 og voru í fyrra samtals 1.577 samkvæmt ársreikningi. Laun og launatengd gjöld voru 13,6 milljarðar króna 2009 en 12,8 milljarðar árið 2008.