Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Toppfisk til að greiða Glitni 242,7 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum. Fyrirtækið var umsvifamikið í fiskvinnslu og útflutningi á fiski en stundaði jafnframt viðskipti með gjaldeyri og afleiður í miklu magni. Bent er á það í dómi Héraðsdóms að frá árinu 2002 hafi Toppfiskur og Glitni gert mörg hundruð samninga af þessum toga í því skyni að takmarka gengisáhættu.

Þeir samningar sem dæmdir voru Glitni í vil hljóðuðu upp á 14 óuppgerða samninga sem ekki hafi fengist greiddir þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir.

Dómur héraðsdóms