Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands og mun hún hefja störf þann 1. maí.

Guðrún Ágústa segir að tækifærið til að vera í forsvari fyrir ASÍ hafi einfaldlega verið of spennandi til að sleppa því. „Það hentar mér vel að vera í krefjandi starfi sem kallar á mikið samstarf og samskipti við fjölbreytilegt samstarfsfólk. Ég hafði áhuga á að finna starf þar sem ég gæti látið þekkingu mína og reynslu njóta sín.“

Áhugamál Guðrúnar eru nátengd vinnunni hennar en áhugasviðið spannar allt það sem tengist mannlegu samfélagi. „Toppurinn á tilverunni er að komst í útilegur að sumri til og njóta þess að vera úti í náttúrunni með skemmtilegu fólki.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.