Þrír leiðsögumenn úr hópi Vilborgar Örnu Gissurardóttur létust í snjóflóðinu sem féll á Everest í gær. Viðtal við var Vilborgu Örnu í fréttum RÚV í hádeginu.

„Við upplifum sorgina í gegnum þá," sagði Vilborg Arna. „Ég á nokkra sherpa-vini sem misstu félaga sína og það er erfitt að horfa upp á það. Við misstum þrjá úr okkar liði og maður getur bara ekkert lýst því hvernig manni líður á svona stundu.“

Vilborg Arna sagði enn fremur að hún hefði ekki tekið ákvörðun um það hvort hún ætlaði að halda áfram upp á fjallið. Á þessari stundu væri toppurinn algjört aukaatriði.

Auk Vilborgar Örnu er Ingólfur Axelsson í grunnbúðum Everest, en hann hefur heldur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að halda áfram upp á fjallið.