Kjarnafæði Norðlenska hf. tapaði 152 milljónum króna á síðasta ári, en rekstrartekjur samstæðunnar námu 9,5 milljörðum og jukust um 6% á milli ára. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar tæpum 5,8 milljörðum króna í árslok 2021 og nam eigið fé 412 milljónum.

Árið 2019 hófust viðræður um sameiningu á starfsemi Kjarnafæðis hf., Norðlenska matborðsins ehf., og SAH Afurða. Á árinu 2020 samþykktu hluthafar félaganna samruna þeirra, sem var háður samþykki SKE og lá niðurstaða þess ekki fyrir endanlega fyrr en í júlí 2021.

Stjórnendur telja að sameinuð starfsemi félaganna muni stuðla að verulegri hagræðingu í rekstri samstæðunnar, en kórónuveirufaraldurinn var þungur fyrir sláturfélögin sem skiluðu samanlagt 328 milljóna tapi árið 2020.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.