Fatahönnunarfyrirtækið Andersen & Lauth tapaði tæplega 30 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins. Það er svipað og árið á undan þegar félagið tapaði tæpum 29 milljónum. Í lok árs 2013 átti félagið eignir upp á rétt rúma milljón króna en skuldaði ríflega 12 milljónir. Eigið fé félagsins var því neikvætt um 11 milljónir króna í lok árs.

Þrír störfuðu hjá félaginu í fyrra en hluthafar í félaginu eru tveir, Arctic Investment sem á 15%, og Frumtak sem á 85%. Núverandi félag var stofnað í júní 2012 þegar núverandi eigendur keyptu fyrirtækið, og hóf starfsemi í september sama ár. Kristinn Már Gunnarsson á meirihluta í félaginu í gegnum Arctic Investment.