Stærri sparisjóðirnir töpuðu mikið á lánum til hlutabréfakaupa í erlendum gjaldmiðlum með veði í bréfunum sjálfum. Tryggingarnar voru yfirleitt nær eingöngu í bréfunum sjálfum. Þetta kom fram í máli Tinnu Finnbogadóttur á blaðamannafundi rannsóknarnefndar um fall sparisjóðanna í dag.

Hún sagði að lán þriggja stærstu sparisjóðanna til þessara hlutabréfakaupa hefðu numið 8 milljörðum króna. Stærstan hluta hafi þurft að afskrifa vegna þessa og þegar komið var að því að afskrifa námu afksriftir vegna þessa um 6 milljörðum króna.