Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fjárfesti fyrir milljarða króna í tveimur félögum sem stefndu að gullgreftri og vinnslu sjaldgæfra málma í Afríku en þau voru bæði tekin til gjaldþrotaskipta.

Annars vegar Taurus Gold sem stefndi á gullvinnslu í Vestur-Afríkuríkjunum Malí, Fílabeinsströndinni og Búrkína Fasó og hins vegar Tantalus Rare Earth Metals AG sem hugði á vinnslu sjaldgæfra málma nyrst á Madaga ska r.Novator á enn félagið Taurus Gold Mali Holdings, sem hélt utan um um gullleitar og vinnsluréttindi Taurus Gold í Malí, samkvæmt nýjasta ársreikningi Novator Partners sem skilað var til fyrirtækjaskrár Lúxemborgar í júní síðastliðnum.

Í ársreikningnum, sem nær yfir árið 2019, er hlutur Novator í Taurus Gold Mali metinn á um 1,4 milljarða króna.

Meðeigandi Novator sjóðs við stjórn

Taurus Gold var stofnað árið 2010 um gulleitar og vinnsluréttindi tveggja fjárfestingarfélaga, Tau Capital og ENRC,  í Vestur-Afríku, á svæðum sem enn voru á rannsóknastigi en móðurfélagið var á Bresku Jómfrúaeyjum. Stjórnarformaður Taurus Gold var Jonathan Schneider. Schneider var einn stjórnenda vogunar og skuldasjóðs Novator, Meðal fjárfesta í félaginu var sjóður í stýringu hjá BlackRock, einu stærsta eignastýringafélagi heims.Stjórnendur Taurus Gold höfðu metnaðarfull áform um reksturinn. Í upphafi var stefnan sett á skráningu á markað í Kanada og að félagið yrði orðið 500 milljón dollara virði, um 64 milljarða króna, í árslok árið 2014.

Vonast var til að árið 2014 næði framleiðsla félagsins hundrað þúsund únsum af gulli á ári. Að koma gullvinnslunni af stað reyndist þó dýrara og tímafrekara en búist var við og  markmiðinu um 500 milljóna dollara verðmatið hliðrað til ársins 2016. Í fjárfestakynningu Taurus Gold frá því í febrúar 2015 kom svo fram að félagið stefndi að því að hefja gullframleiðslu innan tuttugu mánaða á Fílabeinsströndinni. Til lengri tíma litið væri stefnt að því að fjárfest yrði fyrir meira en milljarð dollara í gullnámunum í VesturAfríku þannig að Taurus Gold ynni milljón únsa af gulli á ári. Það hefði gert Taurus Gold að einu stærsta gullgraftarfélagi heims.

Í kynningunni kemur einnig fram að Jan Rottiers, einn lykilstarfsmanna Novator, sæti í stjórn Taurus Gold.

Penham tekur Taurs Gold yfir

Í október 2015 tilkynnti Taurus Gold að það hefði lokið 8,5 milljóna dollara hlutafjárútboði, um 1,3 milljarða króna. Í útboðinu seldi félagið bréf á 2 sent á hlut sem var 98% lægra verð en í hlutafjárútboði félagsins ári fyrr þar sem gengið nam 1 dollara á hlut.

Félagið Penham Limited keypti upp nær öll bréfin í útboðinu og var þá orðið stærsti hluthafi Taurus Gold með ríflega 90% hlut. Skömmu áður eða í ágúst 2015 seldi ENRC, annar stofnaðila félagsins, hlut sinn í Taurus Gold á 4 milljónir dollara, um hálfan milljarð króna. Ekki kom fram hver eigandi Penham væri en leiða má að því líkur að það sé Novator eða tengdur aðili. Penham Limited var þá skráð sem eigandi samnefnds félags í Lúxemborg sem Novator stýrði og hélt utan um fjárfestingu í Tantalus, sem hugði á námuvinnslu á Madagaskar.

Þá var Penham Limited slitið á árið 2017 á sama tíma og fleiri félög tengd Novator á Bresku Jómfrúaeyjum.Eftir hlutafjáraukninguna árið 2015 lét stofnandinn, Jonathan Schneider, af störfum hjá Taurus Gold og voru tvö af þremur stjórnarsætu félagsins skipuð starfsmönnum Novator.

Taurus gold í þrot

Vonirnar um að Taurus Gold yrði tugmilljarða virði urðu aldrei að veruleika þar sem móðurfélagið á Bresku Jómfrúaeyjum, Taurus Gold Limited, var sett í slitameðferð undir lok árs 2016.  Skiptastjóra var falið að selja eigur félagsins. Í viðtali við fjölmiðla á Bresku Jómfrúaeyjum sagði skiptastjóri félagsins að Taurus Gold hefði átt við lausafjárvanda að stríða en tekist hafi að selja eignir til að eiga fyrir öllum kröfum á félagið. Því sem eftir stóð var skilað til hluthafa árið 2017.

Árið 2018 stofnaði Novator svo fé-lagið Taurus Gold Mali Holdings í Lúxemborg sem átti félag-ið Taurus Gold Mali SA í Malí. Taurs Gold Mali fór með 49% hlut í gulleitar- og vinnsluleyfi í Bakolobi vestast í Malí.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .