Forsvarsmenn Milestone gerðu gjaldeyrisskiptasamninga við dótturfélög sín fyrir rúmlega 25 milljarða króna sem miðuðust við gengi íslensku krónunnar á árinu 2008. Samningarnir, sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum, eru sex talsins og eru á milli  Milestone og dótturfélaganna, Sjóvá-Almennar Tryggingar, SJ2 ehf, FjárfestingaMáttur ehf., Lyf og Heilsa hf., L&H eignarhaldsfélag ehf., og Faxar ehf. Í öllum sex samningunum tekur Milestone stöðu með krónunni en dótturfélög Milestone gegn krónunni.

Í byrjun árs 2008 þegar fyrri hluti gjaldeyrisskiptasamninganna tekur gildi er íslenska gengisvísitalan um 120 stig. Allir samningarnir eru gerðir í krónum annars vegar og í GVT, gengisvísitölu íslensku krónunnar hins vegar. Í lok mars 2008 stóð  gengisvísitalan í um 153 stigum og í lok árs 2008 í rúmlega 215 stigum. Samkvæmt útreikningum Viðskiptablaðsins nam tap Milestone við dótturfélögin vegna þessara samninga yfir 18 milljörðum króna á árinu 2008.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.