Greint var frá því í júlí síðastliðnum að Allrahanda GL og Reykjavík Sightseeing Invest, sem rekur vörumerkin Airport Direct, Reykjavík Sightseeing og SmartBus, hefðu sent Samkeppniseftirlitinu greinargerð um fyrirhugaða sameiningu á næstu mánuðum. Í tilkynningunni kom fram að óhagstæð rekstrarskilyrði hafi til óviðunandi afkomu.

Óhætt er að segja að sú fullyrðing eigi við rök að styðjast en félögin tvö töpuðu samtals 979 milljónum króna á síðasta ári. Tap Reykjavík Sightseeing Invest nam 463 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 97 milljóna tap árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 729 milljónum króna árið 2018 og jukust um 120 milljónir milli ára en rekstrartap (EBIT) nam 181 milljón og jókst um 68 milljónir milli ára.

Hluti af tapi Reykjavík Sightseeing Invest kemur svo til af 263 milljóna króna tapi dótturfélagsins Airport Direct á síðasta ári sem var fyrsta rekstrarár þess . Rekstrartekjur Airport Direct námu 832 milljónum króna og rekstrartap 220 milljónum. Þá voru áhrif af rekstri hlutdeildarfélaga neikvæð um 39 milljónir króna en Airport Direct á 40% hlut í félaginu Destination Blue Lagoon en það félag skilaði 96 milljóna króna tapi á síðasta ári.

Eigið fé Reykjavík Sightseeing Invest var neikvætt um 47 milljónir króna í lok síðasta árs auk þess sem eigið fé Airport Direct var neikvætt um 137 milljónir.