Kínverskir hermenn hafa rýmt Torg hins himneska friðar í Peking, á sama tíma og þess er minnst að 25 ár eru liðin frá því að fjöldi mótmælenda var drepinn þar.

Erlendum fjömiðlamönnum var ýtt burt af torginu og vegfarendur voru stöðvaðir og vegabréf þeirra skoðuð. Á vef BBC segir aðundanfarnar vikur hafi yfirvöld handtekið fjölda mótmælenda til þess að tryggja að þeir héldu sig til hlés á þessum tímamótum.

Mótmælendur kröfðust pólitískra umbóta árið 1989 en mótmælin voru miskunnarlaust barin niður með vopnavaldi. Yfirvöld flokka mótmælin undir óeirðir og minnast þeirra ekki með neinni athöfn.

BBC greindi frá.