Japanska fyrirtækið Toshiba berst um þessar mundir í bökkum. Fyrirtækið hefur tafið útgáfu á afkomutilkynningu félagsins og telur tilvist sína í hættu. BBC greinir frá.

Fyrirtækið tapaði 4,8 milljörðum dollara frá apríl til desember í fyrra, en niðurstöður árshlutareikningsins hafa enn ekki verið samþykktar af endurskoðendum fyrirtækisins. Útgáfa á árshlutareikningnum hefur tafist í tvígang. Fyrirtækið birti þó niðurstöðurnar, sem er nánast óþekkt.

Toshiba gæti verið afskráð úr Kauphöllinni úr Tókýó vegna þessa. Gert er ráð fyrir því að fyrirtækið haldi blaðamannafund síðar í dag.

Ljóst var að raftækjarisinn ætti við alvarleg vandamál að etja fyrr á þessu ári þegar bandaríska kjarnorkudeild félagsins, Westinghouse, var að glíma við fjárhagserfiðleika. Fyrirtækið varð gjaldþrota síðastliðinn mars.