Japanski tæknirisinn Toshiba hefur barist í bökkum og er tap félagsins fyrir árið 2016 áætlað nema 9 milljörðum dala.

Til þess að bæta upp fyrir tapreksturinn, hefur félagið nú hafið sölu á eignum og dótturfélögum.

Taívanski framleiðandinn Foxconn hefur þá rekið augun í örgjörvarekstur Toshiba og er því líklegt að félagið muni koma með tilboð á næstunni.

BBC segir tilboðið geta numið rúmlega 27 milljörðum dala. Greiningaraðilar telja þó að reksturinn sé í besta falli 18 milljarða dala viði.

Toshiba er næststærsti örgjörvaframleiðandi í heimi. Meðal þeirra sem eru líklegir til þess að bjóða í reksturinn eru einnig SK Hynix og Broadcom.