Japanska fyrirtækið Toshiba var með lægsta tilboð í vél- og rafbúnað fyrir lágþrýstigufuvirkjun Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði. Búnaður þessi er hluti gufuaflsvirkjunar OR, sem nú rís við Kolviðarhól.

Tilboð Toshiba hljóðaði upp á tæpar 18 milljónir evra fyrir vélasamstæðu, sem afkastar 33,588 MW. Aðrir bjóðendur voru Fuji/Sumitomo og Mitsubishi/Balcke-Dürr.