Toshiba, tölvurisinn japanski, hefur tapað 585 milljörðum íslenskra króna á liðnu ári. Þúsundum verður sagt upp hjá fyrirtækinu, sem hyggst skera rækilega niður í kjölfar bókhaldshneykslis, auk verulegra þrenginga í rekstri.

Framkvæmdastjórar félagsins hafa gefið út áætlun um að segja upp 7.800 störfum, sem nemur 30% heildarstarfsafla þess, fyrir 31. mars á næsta ári.

Þá mun félagið einnig draga úr rekstrarkostnaði í einkatölvugeiranum og halla sér fremur að fyrirtækjamarkaði fremur en neytendamarkaði, en það er mat stjórnenda að eftirspurn á þeim sviðum sé að aukast.

Félagið starfar við alls kyns tölvunarþjónustu, allt frá tölvubúnaði hins almenna neytanda til þess að þróa og selja kjarnorkutengdan tölvubúnað.