*

mánudagur, 22. júlí 2019
Innlent 16. maí 2014 10:13

Toshiba verðlaunar Nýherja

Robin Lyon frá Toshiba segir framtíð smásölu snúast um jákvæða upplifun við kaup á vöru og þjónustu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Toshiba Global Commerce Solutions hefur veitt upplýsingatæknifyrirtækinu Nýherja viðurkenningu fyrir einstakan árangur í sölu og innleiðingu kassakerfa á smásölumarkaði. Nýherji var á meðal fyrstu samstarfsaðila Toshiba til þess að innleiða snjalllausnir fyrir smásölu.

Í tilkynningu frá Nýherja er haft eftir Robin Lyon, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Toshiba Global Commerce Solutions, segir að framtíð smásölu snúist fyrst og fremst um að skapa jákvæða upplifun við kaup á vöru og þjónustu með nýstárlegum lausnum.

„Nýherji hefur með frumkvæði og hraða náð mjög góðum árangri í sölu lausna á smásölumarkaði. Fyrirtækið er því vel í stakk búið til að mæta þeim áskorunum sem fyrirtæki á norrænum smásölumarkaði standa frammi fyrir í dag og í framtíðinni,” segir Lyon.

Stikkorð: Finnur Oddsson Toshiba Nýherja