*

fimmtudagur, 9. júlí 2020
Erlent 10. maí 2020 15:04

Total heldur sínu striki

Olíu- og gasframleiðandinn hyggst halda sig við áform sín um arðgreiðslur og kolefnishlutleysi árið 2050, þrátt fyrir COVID-19.

Ritstjórn
epa

Franski olíu- og gasframleiðandinn Total hyggst halda sig við áform sín um arðgreiðslur og kolefnishlutleysi árið 2050, þrátt fyrir að COVID-19 faraldurinn hafi valdið því að hagnaður félagsins á fyrsta ársfjórðungi hafi dregist saman um 35%, niður í 1,78 milljarða dollara. FT greinir frá.

Faraldurinn hefur orðið til þess að eftirspurn eftir olíu hefur fallið, en þrátt fyrir það vill Total halda sínu striki.

Olíuframleiðandinn Royal Dutch Shell greindi á dögunum frá því að félagið hefði í hyggju að skerða arðgreiðslur þessa árs vegna efnahagsástandsins. Er þetta í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöldinni sem olíuframleiðandinn neyðist til að skerða arðgreiðslur sínar.

Stikkorð: olía Total arður