Eigandi Tour de France hjólreiðakeppninnar vill selja hana. Keppnin er í eigu fyrirtækisins ASO – eða Amaury Sporting Organisation. Móðurfélagið heitir Amaury og rekur margvísleg fyrirtæki. Þeirra á meðal eru íþróttafélög, íþróttaviðburðir og fleira sem heyrir undir ASO. Einnig rekur Amaury fjölmiðla og margt fleira.

Forstjóri Amaury heitir Marie-Odile Amaury. Hún hefur í huga að selja íþróttahluta fyrirtækisins. Franskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að fjárfestar frá Katar hefðu áhuga á að kaupa, en ekkert mun vera fast í hendi í þeim efnum.