Toyota tilkynnti í morgun að fyrirtækið hefði selt 7,49 milljónir bíla frá janúar til septemberloka. Þar með er Toyota aftur orðinn stærsti bílframleiðandi í heimi, en Volkswagen hefur halidð tiltlinum síðustu 10 mánuði.

Volkswagen er í öðru sæti með 7,43 milljónir selda bíla og General Motors þriðji með 7,2 milljónir seldra bíla.

Ólíklegt er að Toyota missi efsta sætið áður en árinu lýkur. Volkswagen er í vörn vegna útblástursmálsins og líklega er GM of langt á eftir Toyota, þegar aðeins þrír mánuðir eru eftir af árinu.

Salan minnkar bæði hjá Toyota og VW

Athygli vekur að salan dróst saman hjá Toyota og Volkswagen í september, eða um 1,5% hjá báðum framleiðendum. Salan hjá GM dróst hins vegar saman um 1%.

Stjórnendur GM segja að ástæða minni sölu sé vegna þess að fyrirtækið hafi dregið sig út af ákveðnum mörkuðum auk erfiðra markaðsaðstæðna í Suður-Ameríku.