Japanski bílarisinn Toyota hagnaðist um 648,2 milljarða jena, jafnvirði 888 milljarða íslenskra króna, á fyrstu níu mánuðum síðsta árs. Þetta er fjórfalt betri afkoma en á sama tíma í hittifyrra þegar hagnaðurinn nam „aðeins“ 162,5 milljörðum jena. Sala á bílum jókst um 26% á flestum markaðssvæðum, s.s. í Evrópu, Bandaríkjunum og í Asíu.

AFP-fréttastofan segir veikara jen gagnvart helstu gjaldmiðlum og hagræðing í rekstri hafa skilað sér í betri bílasölu en áður.Fréttastofan vekur sérstaka athygli á því að ekki eru gefnar upp tölur um sölu á Toyota-bílum frá Japan til Kína á tímabilinu en samskipti ríkjanna hafa verið fremur stirð síðustu mánuði. Salan hrundi sem dæmi um 50% á milli september og október. Það gekk að hluta til baka í desember, að sögn AFP. Engu að síður er gert ráð fyrir því að sala á bílum Toyota verði heldur verri í Kína en