Toyota ætlar að hætta bíla- og vélaframleiðslu í Ástralíu áður en árið 2017 er á enda. Þúsundir starfa munu verða lögð niður. Hugsanlega verður dregið úr starfsemi þróunar- og tæknimiðstöðvar Toyota í Ástralíu.

Ástæðan fyrir þessum niðurskurði hjá Toyota er aukin samkeppni og sterkur gjaldmiðill í Ástralíu. Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ákvað á síðasta ári að hætta að framleiða bíla í Ástralíu.