Alls seldust 10.462 nýir bílar hérlendis í fyrra. Athygli vekur að bílaleigur og fyrirtæki keyptu tæplega 6.478 nýja bíla, sem er um 62% allra seldra bíla. Einstaklingar keyptu ríflega 3.984 nýja bíla.

Árið 2013 seldust 7.913 nýir bílar og þá var hlutdeild bílaleiga og fyrirtækja um 58%. Vöxtur í sölu nýrra bíla milli áranna 2013 og 2014 nemur 32%.

Af bílaumboðunum seldi BL flesta bíla eða 2.305. Þar á eftir kom Hekla með 2.037 bíla,  Toyota á Íslandi með 1.656 bíla, Brimborg með 1.282, Askja með 1.169, Bílabúð Benna með 813, Suzuki með 613 og Bernhard með 438 bíla. Aðrir seldu samtals 149 bíla.

Toyota var mest seldi bíllinn á Íslandi í fyrra en alls seldust 1.629 slíkir bílar, sem er 15,6% allra seldra bíla. Annars má sjá töflu yfir mest seldu bílategundirnar hér fyrir neðan.

Mestu seldu bílarnir (Tegund, fjöldi seldra bíla og markaðshlutdeild)

  1. Toyota          1.629   -  15,6%
  2. Volkswagen    1.142    10,9%
  3. Kia          824   7,9%
  4. Skoda     738  7,1%
  5. Chevrolet 700 6,7%
  6. Ford       565  6,3%
  7. Suzuki    613  5,9%
  8. Hyundai  602  5,8%
  9. Renault   575   5,5%
  10. Nissan    515  4,9%
  11. Mercedes Benz  345  3,3%
  12. Mazda    332   3,2%
  13. Honda    232    2,2%
  14. Peugeot  206   2,0%
  15. Dacia     164    1,6%
  16. Subaru   158   1,5%
  17. Citroen   157    1,5%
  18. Volvo     137    1,3%
  19. Jaguar Land Rover limited     117    1,1%
  20. Bmw  111   1,1%
  21. Heildarmarkaður     10.462    100,0%