Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur innkallað 1,75 milljónir bíla um allan heim vegna bilana í bremsu- og bensínkerfi. BBC News greinir frá þessu.

Galli hefur fundist í bremsukerfum í einhverjum eintökum af Crown Majesta, og að auki í Noah og Voxy bílunum sem framleiddir voru á milli júnímánaða 2007 og 2012.

Toyota hefur ekki orðið vart við að einhver óhöpp eða slys hafi orðið vegna þessara galla. Fyrirtækið neitar að tjá sig um hvað innkallanirnar munu kosta fyrirtækið.