Japanski bílaframleiðandinn Toyota, sá stærsti í heimi, tilkynnti í dag um innköllun á yfir 1,7 milljónum bíla. Samtals hefur félagið þurft að innkalla nærri 16 milljónir eintaka frá því síðla árs 2009.

Um 1,34 milljónir bifreiða þarf að kalla inn vegna galla í bensíndælu, að því er kemur fram í frétt Reuters. Um er að ræða Toyota-bíla af tegundinni Noah sem seldir voru í Japan auk 141 þúsund eintök af Avensis sem voru flutt úr landi.

Hlutabréfaverð í Toyota lækkuðu um 2% við tilkynninguna.