*

mánudagur, 1. júní 2020
Innlent 12. ágúst 2017 10:37

Toyota á Íslandi hagnast

Hagnaður Toyota á Íslandi árið 2016 nam 692 milljónum króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður Toyota á Íslandi á árinu 2016 nam 692 milljónum kr. samanborið við 446 milljóna kr. hagnað árið áður, hagnaður félagsins jókst því um 55% á milli ára.

Rekstrartekjur félagsins námu 12,6 milljörðum árið 2016 og jukust um 1,6 milljarða á milli ára. Rekstrargjöld félagsins námu 11,6 milljörðum.

Stjórn félagsins lagði til að 200 milljónir yrðu greiddir til hluthafa á árinu 2017 vegna rekstrarársins 2016.

Stikkorð: Toyota