Toyota á Íslandi hefur innkallað sjö Prius + bifreiðar og 138 Auris bifreiðar sem framleiddar voru á árunum 2010 til 2014. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu .

Þar segir að ástæða innköllunarinnar sé að uppfæra þurfi forrit í stjórntölvu fyrir rafmótora. Vegna rangar forritunar geti myndast yfirálag á stjórntransistora í áriðli fyrir rafmótora. Myndist yfirálag dragi stjórntölvan úr afli kerfisins og bíllinn verður aflaus og þannig aðeins hægt að aka honum stutta vegalengd á litlu afli. Valdi yfirálagið hita í tengingum transistoranna stoppar bíllinn alveg.

Eigendur bifreiðanna munu fá bréf vegna innköllunarinnar.