Toyota hefur sent tilkynningu til Neytendastofu um að umboðið hér á landi hefur ákveðið að innkalla 27 Toyota Corolla bifreiðar sem eru af árgerð 2002 og 2003.

Ástæðan er að mögulegt er að hliðaröryggispúði í ökumannssæti veiti ekki þá vörn sem honum er ætlað við árekstur. Ef áreksturinn er nógu harður til að hann eigi að blása út er mögulegt að drifbúnaðurinn fyrir púðann rifni.

Mun Toyota hafa samband við bifreiðaeigendur vegna þessarar innköllunar.