*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 11. desember 2018 14:41

Toyota á Íslandi innkallar bíla

Innkalla þarf yfir 4 þúsund Toyota Avensis, Corolla, Verso og Yaris bifreiðar hér á landi vegna galla í loftpúðum.

Ritstjórn
Úlfar Steindórsson er forstjóri Toyota á Íslandi.
Haraldur Guðjónsson

Toyota á Íslandi hefur tilkynnt Neytendastofu um að fyrirtækið þurfi að innkalla Toyota bifreiðar af árgerðum 2000 til 2007 vegna mögulegs galla í loftpúðum bifreiðanna.

Um er að ræða 4.021 bifreiðar, þar af 1.654 af gerðinni Toyota Avensis, 2.159 af gerðinni Toyota Corolla, 185 eintök af gerðinni Toyota Verso og 23 eintök af Toyota Yaris.

Innköllunin hér á landi er hluti af alþjóðlegri innköllun sem rekja má til loftpúðaframleiðandans Takata, en við hana er skipt um loftpúpann eða hluta af honum. Í tilkynningunni kemur fram að viðgerðin taki á milli einnar og sex klukkustunda, og að viðkomandi bifreiðaeigendum verði tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.