Samkvæmt upplýsingum frá Umferðastofu hafa 91 bílar verið nýskráðir það sem af er ári. Það er ríflega 93% samdráttur frá síðasta ári. Toyota er með flesta skráða bíla í janúar eða 31. Ssangyong frá Bílabúð Benna kemur þar næst með 18 selda bíla.

Markaðshlutdeild Toyota er 34% í janúar en vitaskuld verður að horfa til hve fáir bílar eru seldir. Bílabúð Benna er með tæplega 20% markaðshlutdeild og stekkur upp en í síðustu viku seldu þeir 16 bíla. Honda seldi 12 bíla og er með 13% markaðshlutdeild.

Leiðrétting: Ef sala að Chevrolet er tekin með þá er markaðshlutdeild Bílabúðar Benna tæplega 24%.