Japönsku bílaframleiðendurnir Toyota og Mazda, skrifuðu í dag undir samkomulag um að byggja sameiginlega verksmiðju í Bandaríkjunum. Verksmiðjan mun kosta um 1,6 milljarða dollara og er hún ætluð undir þróun á rafmagnsbílum, samkvæmt frétt Reuters.

Samhliða samkomulaginu munu fyrirtækin tvö eignast hlut í hvort öðru. Toyota mun eignast 5% hlut í Mazda á meðan Mazda mun eignast 0,25% hlut í Toyota.

Tilkynning fyrirtækjanna þykir koma nokkuð á óvart, sérstaklega þar sem bandaríski bílaiðnaðurinn hefur átt í töluverðum vandræðum. Áætlanirnar munu þó veita Donald Trump byr undir báða vængi sem lofaði í kosningabaráttu sinni að auka framleiðslu og fjölda störfum í bílaiðnaði í landinu.

Verksmiðjan mun geta framleitt um 300.000 bíla árlega og mun framleiðsla skiptast á milli framleiðendanna tveggja. Þá munu um 4.000 starfsmenn starfa í verksmiðjunni sem mun taka til starfa árið 2021.