Rekstrarhagnaður Toyota á fjórða ársfjórðungi síðasta árs jókst um 51% frá sama tímabili í fyrra eða í um tæplega 150 milljarða jena (1,95 milljarða dala) og var töluvert umfram spár sérfræðinga. Hagnaður tímabilsins eftir skatta lækkaði þó líttillega eða um 13,5%. Gengi bréfa Toyota hefur hækkað um28% frá því seint í nóvember og hefur nú náð um sex mánaða hámarki. Toyota hefur uppfært spá sína um rekstrarhagnað (hagnað af kjarnastarfsemi ) fyrir yfirstandandi rekstrarár sem lýkur í lok mars eða úr 200 milljörðum jena í 270 milljarða.

Toyota hefur glímt við erfiða tíma síðasta árið eða svo: rétt þegar fyrirtækið var að komast á skrið eftir jarðskjálftana í Japan urðu flóð Tælandi til þess að framleiðslan dróst saman um 240 þúsund bifreiðar. Þá hefur styrking jensins ekki orðið til þess að gera Toyotamönnum lifið léttara.