Forsvarsmenn Toyota hafa samþykkt að greiða 32,4 milljónir dollara, rúmlega 3,7 milljarða króna, í sekt vegna innkallana á milljónum bíla sem voru með galla í bremsubúnaði. Innkallanirnar voru fyrst og fremst á árunum 2009 og 2010. Í apríl á þessu ári samþykktu forsvarsmenn Toyota að greiða yfir 16 milljónir dollara, tæplega tvo milljarða króna, vegna galla í bifreiðum.

Samtals þurfti að Toyota að kalla inn meira en fjórar milljónir bifreiða. Kostnaður á heimsvísu er talinn hafa verið meira en milljarður dollara þegar allt er tekið, að því er breska ríkisútvarpið BBC greindi frá í morgun.