Bílasala General Motors á heimsvísu minnkaði um 5% á 2. fjórðungi þessa árs. Sala í Norður-Ameríku dróst saman um 20%.

General Motors seldi 2,28 milljónir bíla á 2. fjórðungi og samtals 4,54 milljónir bíla á fyrri helmingi ársins. Sala í N-Ameríku var tæplega 964.000 bílar en var 1,2 milljónir bíla á 2. fjórðungi í fyrra.

Á sama tíma og sala General Motors dróst saman jókst sala Toyota um 2,2%, upp í 4,8 milljónir bíla, á fyrri helmingi ársins. Toyota tók toppsætið yfir söluhæstu bílaframleiðendur heims af General Motors í fyrra og eykur forskotið á toppnum því nú.