Íslenska ríkið var á þriðjudag sýknað af kröfu Toyota á Íslandi að upphæð 93 milljónir króna. Málið snerist um hvort vextir af láni, sem Bergey ehf. tók til að fjármagna kaup á P. Samúelssyni hf., geti reiknast til frádráttar tekjum síðarnefnda félagsins, eftir að það hafði yfirtekið hið fyrrnefnda.

Bjargey ehf. var stofnuð í desember 2005 en í sama mánuði var allt hlutafé selt til Smáeyjar ehf. sem var í eigu sama eiganda. Í dómsniðurstöðu segir að þegar Bjargey ehf. hafi sameinast dótturfyrirtæki sínu hafi grundvöllur frádráttarins brostið.