Japanski bílaframleiðandinn Toyota, sem var stærsti bílaframleiðandi í heimi í fyrra, segir að árið 2050 verði nær allir bílar vera búnir tvinnvélum (e. hybrid), knúnir vetni eða eru rafbílar. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Stjórnendur Toyota telja að að hefðbundnir bensín- og díselbílar muni nánast alveg hverfa af markaðnum, en um 85% af sölu Toyota er einmitt slíkir bílar.

Toyota kom árið 1997 með fyrsta tvinnbílinn sem var fjöldaframleiddur, Prius.

Fyrsta árið seldust aðeins 300 Prius bílar, fór upp í rúma hálfa milljón bíla árið 2009 en tók mikið stökk árið 2012 og hefur selst í yfir 1,2 milljón eintaka síðustu þrjú árin.