Systurfélög Toyota umboðsins á Íslandi högnuðust samanlagt um 2,9 milljarða króna á síðasta ári, samanborið við 1,3 milljarða árið 2021.

Sala Toyota á Íslandi jókst um 60% frá fyrra ári og nam 19,6 milljörðum króna en rekstrartekjur TK bíla hækkuðu um þriðjung og voru 19,1 milljarðar. Heildarvelta systurfélaga Toyota umboðsins á Íslandi nam því 38,7 milljörðum króna á síðasta ári.

Toyota á Íslandi mun greiða út 1,6 milljarða króna og TK bílar 400 milljónir vegna síðasta rekstrarárs, en félögin eru í jafnri eigu Úlfars Steindórssonar og Kristjáns Þorbergssonar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið.