Toyota var söluhæsta umboðið síðasta árs samkvæmt tölum frá Umferðastofu. Toyota var með 18,8% markaðshlutdeild og 379 selda bíla. Þar á eftir kemur Suzuki með 16,8% og 339 selda bíla. Mest seldi bíll síðasta árs var Suzuki Swift.

5 söluhæstu tegundir fólksbíla og markaðshlutdeild:

  1. Toyota        379 bílar         18,8%
  2. Suzuki          339 bílar         16,8%
  3. Subaru       265 bílar         13,1%
  4. Hyundai      202 bílar         10,0%
  5. Nissan          183 bílar           9,1%

Þessar tölur sýna nokkuð breytta mynd frá innflutningi liðinna ára enda er hann ekki nema 16,7% af meðaltali síðustu 10 ára og 10,7% af innflutningnum 2005 en athygli vekur að Suzuki er í öðru sæti og er með lang minnstan samdrátt milli ára.

Ef litið er á einstakar undirtegundir er mest flutt inn af Suzuki Swift eða 151 bíll, af Subaru Legacy 122 bílar, Toyota Yaris 62 bílar og ef skoðaðir eru jeppar þá er mest flutt inn af Suzuki Grand Vitara eða 115 bílar, Nissan Patrol GR 56 bílar og af Toyota Land Cruiser 120 eru líka fluttir inn 56 bílar samkvæmt tölum Umferðastofu.

Fleira má sjá í þessum tölum eins og að um 1/3 nýrra fólksbifreiða eru díselbílar og um 2/3 bensín en aðeins um 30 eru með aðra orkugjafa. Einnig að um 1/2 er fjórhjóladrifinn.

Þá má sjá að 166.731 bíll var fluttur inn á árunum 1999-2008