Japanski bílaframleiðandinn Toyota varði næstum 10 milljörðum dala, jafnvirði tæpum 1.280 milljörðum íslenskra króna, í rannsóknir og þróun á síðasta ári. Ekkert annað fyrirtæki í heiminum kemst með tærnar þar sem Toyota hafði hælana á þessum tíma.

Fram kemur í síðasta tölublaði vikuritsins Economist, að Toyota, sem hefur um árabil verið á meðal umsvifamestu bílaframleiðenda í heimi, hafi aukist framlag til þessa málaflokks um 16,5% á milli ára.

Economist vitnar til nýútkominnar skýrslu um nýsköpun um málið, Global Innovation 1.000 sem ráðgjafafyrirtækið Booz & Company tók saman. Í skýrslunni kemur m.a. fram að bílaframleiðendur hafi hafi samtals aukið framlag sitt í þessu verk um 13,2 milljarða á síðasta ári.

Næst á eftir Toyota á listanum eru lyfjafyrirtækið á borð við Roche og Pfizer. Þau eiga 25% af þeim 603 milljörðum dala sem fyrirtækin þúsund settu í rannsóknir og þróun á síðasta ári.